Wednesday, December 16, 2009

Jól í Baunalandi :-)

Nú styttist í að ég fari til DK og eyði jólunum í faðmi litlu systir :) eina sem er að naga mig er sú staðreynd að ég verð að taka lest til að komast til hennar... það er svosem ekkert mál en... ég er búinn að komast að því að mér er bara meinilla við lestar.. TJAAAA afhverju?? spyrð þú þig sjálfa/n núna, jú því að mér finnst bara ekki gaman að setjast uppí lest og vera ekki alveg viss um hvert ég er að fara. En þetta hefur nú alltaf blessast hingað til, þannig það hlýtur bara að gera það líka núna:):)Ég vona bara að Dagný sé búin að ákveða hvað hún vill fá í matinn. (hint, hint)
Það er hinsvegar búið að vera nóg að gera í vinnunni og orðspor okkar strákanna á veitingastaðnum fer einsog eldur í sinu um Larvik, og það er alltaf að aukast fólkið sem er að koma til okkar á virku dögunum, sem væntalega þýðir að við seum að gera e-ð rétt.
En allavega meira síðar..
Þarf að fara sturta mig :)

3 comments:

  1. kappakúkur.
    gott að heyra að vinnan gengur svona rjúkandi vel!
    hér eru til 5 gæsabringur og held að ég vilji brúnuð jarðepli og svínahamborgarhrygg. er hægt að verða að þeirri ósk? :)

    ReplyDelete
  2. eee... gæsa átti að vera rjúpu.
    ég biðst afsökunar!

    ReplyDelete
  3. Ég nenni sko ekki heldur að skoða þetta. Akki bofs um trommur og ekki stafkrókur um mig.

    Ég.

    ReplyDelete