Tuesday, December 1, 2009

Jæja þá ætla ég að reyna aftur að blogga...

Og í þetta skiptið verður það ekki gert fyrir mig heldur fyrir þá sem mér þykir vænt um hér og þar um veröldina sem vilja fylgjast með mér :)
Fyrir þá sm ekki vita er ég búsettur í Noregi um þessar stundir að vinna á veitingastað í menningarmiðstöðinni í Larvik. Þetta er frekar lítill bær, en hér búa um það bil 45 þús. manns en þá er líka talið með dreifbýlið hér í kring. Mér líður mjög vel hérna, bý við sjóinn og svona :) "Stutt" að skreppa til danmerkur í heimsókn til "turtildúfnanna í hestedamegade" eða hvernig sem það er nú skrifað. En það er einmitt planið um jólin að kíkja til Danmerkur svo að litla systir fái nú alveg örugglega almennilegann mat um jólin.
En allavega meira síðar....
Mér þætti líka vænt um að fá að sjá hverjir eru að kíkja við með krassi í comment dálkinn fyrir neðan færsluna, því ég nenni ekki að standa í þessu ef að það er ekki sála sem nennir að lesa þetta...

Læt nokkrar myndir fylgja með.


Útsýnið á bryggjuni þar sem ég er að vinna


Útsýnið á bryggjuni þar sem ég er að vinna


Útsýnið á bryggjuni þar sem ég er að vinna


Vinnan mín :)


Brekkan sem ég þarf að glíma við á hverjum degi :)

6 comments:

  1. ógeðslega gamann að fylgjast með þer kútur.... sakna þín... ást frá ísland

    ReplyDelete
  2. brekka?
    haha - lati hans.

    mikið hlakka ég til að fá þig. ég er búin að strauja svuntuna fyrir þig! :)

    ReplyDelete
  3. hæhæ frændi,
    gaman að geta fylgst með hér, endilega halda áfram hér minn kæri ;)

    Luv ya

    ReplyDelete
  4. ég er marg búin að lesa þetta blogg, ég vil meira.

    ReplyDelete
  5. Oj bara brekkur.
    Hafa baunlendingar efni á að gera grín að brekkum annarra?

    ReplyDelete
  6. Ég nenni sko ekki að skoða þetta. Ekkert um trommur og ekkert um mig.
    Ég.

    ReplyDelete