Wednesday, January 6, 2010

ja nú er það kalt.

Ég hef aldrei á minni lífslöngu ævi, verið jafn feginn að hafa hlustað á hana móðir mína. En það var hún sem sannfærði mig um að taka lopapeysuna mína með til noregs. -20°C er einmitt staðurinn til að ganga í lopapeysu.
Það hefur nú eitthvað minnkað vinnan sem ég fæ hérna úti en fróðir menn spá því að þetta muni taka kipp í lok janúars. ég bíð bara og sé. Annars er fátt að frétta héðan, dagarnir eru svotil eins maður vaktar kamínuna og passar að hún haldi kofanum fyrir ofan frostmark og svo situr maður og saknar Didda malla :)
Annars bíð ég bara spenntur eftir að fá pakkann sem mamma var að senda mér en það er einhverskonar "care package" en hann inniheldur allavega ullarsokka það eitt veit ég.
Það stendur svo til að ég fari ásamt einum vini mínum í veiðitúr. Hann ætlar víst að leiða mig í allann sanleikann um að dorga í gegnum ís :D

en allavega
Meira síðar
MAX NORGE

3 comments:

  1. ullarsokkar eru algert möst
    held að engin gjöf hafi komið að jafn góðum notum og ullarsokkarnir frá mömmu í vetur
    bjargar manni alveg á sundlaugarbakkanum
    þú ættir að biðja hana um að prjóna handa þér föðurland! :)

    ReplyDelete
  2. Mamma: Prjóna föðurland Plís... Takk

    Tjekk

    ReplyDelete
  3. Takk væni. Megi þú verða hlýrri en bjallan hennar mömmu þinnar var... afturí niður við gólf.(já ég veit að þetta er local)
    DM

    ReplyDelete